145. löggjafarþing — 14. fundur,  5. okt. 2015.

málefni hælisleitenda.

[15:24]
Horfa

innanríkisráðherra (Ólöf Nordal) (S):

Virðulegi forseti. Ég er einmitt að reyna að gera það í því sem ég er að gera í þessu, ég er að reyna að gera það. Ég vil bara segja, af því að hér hefur oft verið vitnað í þessi orð mín sem ég hef sjálf endurtekið, og ég verð að biðjast afsökunar á því að hafa þá verið að svara miklu almennari spurningu en ég er að gera núna, að það hefur engu að síður verið þannig að þegar kemur að ungum karlmönnum hafa þeir, alla vega lengst af fram til þessa, verið endursendir til Ítalíu. Ekki þeir sem eru í viðkvæmri stöðu. Þannig er það bara. Ég ítreka enn og aftur að ástandið á Ítalíu og í Ungverjalandi og á Grikklandi er alls staðar mjög alvarlegt. Ég væri ekki að leggja til að þetta mál yrði skoðað betur og ég væri ekki að gefa mér og okkur öllum hér í kerfinu tíma til þess nema af því að ástæða er til þess. Þess vegna er verið að gera það, það er ástæða til þess. Það sem ég er að biðja þingið um að skilja er að í dag get ég ekki gengið lengra varðandi þessi tilteknu mál en þetta. Ég veit að hv. þingmaður var að sjálfsögðu að tala um fleira í þessu kerfi. Við erum þá að tala um hvort það sé (Forseti hringir.) öruggt að senda fólk til Ítalíu, já eða nei. Við erum að tala um það og þá segi ég: Þetta er eitthvað sem menn þurfa að fá tækifæri til að skoða mjög nákvæmlega (Forseti hringir.) áður en slíkt svar er endanlega gefið.