145. löggjafarþing — 14. fundur,  5. okt. 2015.

bifreiðastyrkir til hreyfihamlaðra.

175. mál
[15:51]
Horfa

félags- og húsnæðismálaráðherra (Eygló Harðardóttir) (F):

Virðulegi forseti. Ég þakka fyrir þessa umræðu. Áður en ég kem að þeirri spurningu sem hefur verið beint til mín vil ég ítreka að í fjárlagafrumvarpi ársins 2016 er einmitt forgangsraðað í þágu velferðarmála. Settir eru 11 milljarðar kr. í hækkun bóta og við erum með 2,5 milljarða sem fara í það að mæta okkar efnaminnstu fjölskyldum sem eru á leigumarkaðinum.

Það sem ég sagði í svari mínu var og ég skal bara endurtaka það hér, með leyfi forseta: „Ég hef því ákveðið að tímalengd milli styrkveitinga verði óbreytt fyrst um sinn, þ.e. fimm ár, en mun beita mér fyrir því að fjármagn fáist til að hækka uppbætur og styrki til bifreiðakaupa um 20% þegar á þessu ári.“ — Ekki í fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár.