145. löggjafarþing — 14. fundur,  5. okt. 2015.

notkun dróna.

136. mál
[16:01]
Horfa

Katrín Júlíusdóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Mig langaði að þakka hv. þingmanni fyrir að taka þetta mál upp. Eins og við öll elskum tæknina og tækniframfarir og þær breytingar sem þeim fylgja — mér finnst þessir svokölluðu drónar frábær fyrirbæri að mörgu leyti — þá er samt margt sem ber að varast. Ég held að það sé best fyrir alla að reyna að setja einhverja umgjörð utan um þetta sem allra fyrst þannig að þeim mun meira sem við förum að nota dróna þá liggur það bara fyrir með hvaða hætti við ætlum að gera það og hvar mörkin liggja. Það þurfa auðvitað að vera skýr mörk en þó ekki of stíf. Það er því best að menn setjist yfir þetta sem allra fyrst, fái sem flesta að borðinu sem mögulega gætu notað þessa tækni og vilja nota hana og sömuleiðis þá sem vinna með löggjöf um persónuvernd og annað slíkt þannig að reglur liggi fyrir sem fyrst. Ég held og ég vona að við séum að fara að nota þetta í meira mæli til lengri tíma en þá verður að gera það skynsamlega. Þá er best að setja okkur mörk strax.