145. löggjafarþing — 14. fundur,  5. okt. 2015.

forritun sem hluti af skyldunámi.

127. mál
[16:20]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf):

Virðulegur forseti. Ég þakka þessa umræðu, ég held að það sé afar brýnt mál sem er rætt hérna. Við höfum verið svolítið sofandi hvað þetta varðar. Það er langt síðan við vissum að eftirspurn yrði eftir fólki sem hefði vald á tölvum, forriturum og öðru slíku fólki, en einhvern veginn höfum við ekki náð að vera með stefnu sem miðar að því að útskrifa fleiri í þessu námi. Til dæmis þurfti Háskólinn á Akureyri sem bauð upp á forritun eða tölvunarfræði að skera þá deild niður, það var fyrir hrun, vegna þess að skólinn þurfti að spara. Það var miður vegna þess að í dag sitjum við uppi með það að okkur vantar forritara. Það er mjög furðulegt. Maður horfir á börnin sín í skólunum sem kunna á Facebook út og inn og allt sem snýr að samfélagsmiðlum en ef við horfum á excel-þekkingu og það að setja upp ritgerðir og annað fer oft lítið fyrir því. Ég held að tölvukennsla í skólum almennt þurfi að verða miklu betri.