145. löggjafarþing — 18. fundur,  8. okt. 2015.

afnám verðtryggingar o.fl.

[11:18]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Forseti. Út af því sem hæstv. forseta sagði áðan í kjölfar ræðu hv. þm. Össurar Skarphéðinssonar spyr ég hvort ég skilji það rétt að þingið hafi farið fram á það, jafnvel ítrekað, að forsætisráðherra komi í sérstaka umræðu um verðtryggingu og forsætisráðherra verði ekki við beiðni forseta þingsins. Ég trúi þessu varla. Ég held að það hljóti að vera einsdæmi að forsætisráðherra verði ekki við beiðni forseta þingsins í átta mánuði um að koma til sérstakrar umræðu. Það segi ég alveg eins og er.

Svo vil ég líka biðja herra forseta að reyna að kenna Vigdísi Hauksdóttur mannasiði, það veitir ekki af.