145. löggjafarþing — 18. fundur,  8. okt. 2015.

ósk um viðveru heilbrigðisráðherra.

[11:57]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Forseti. Ég tek undir ósk hv. þm. Ögmundar Jónassonar um að heilbrigðisráðherra verði viðstaddur þessa umræðu. Það kom fram í máli forseta að hæstv. ráðherra hefði verið það að hluta til á síðasta þingi þegar þessi mál voru rædd. Ég trúi því þá að hann muni gera það aftur en vil sýna samstöðu með hv. þm. Ögmundi Jónassyni og styðja beiðni hans um þetta efni.