145. löggjafarþing — 18. fundur,  8. okt. 2015.

ósk um viðveru heilbrigðisráðherra.

[12:03]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Forseti. Ég skil ekki almennilega orð hv. þm. Karls Garðarssonar, að hér séu tafir í gangi, það sé verið að reyna að koma í veg fyrir lýðræðislega umræðu um þetta mál. Það er enginn að því hér. Hins vegar er það skoðun margra og þar á meðal mín að rétt sé að heilbrigðisráðherra sé viðstaddur þessa umræðu frá upphafi. Ég tel það auka lýðræðislega meðferð málsins að hann sé hér og geti svarað því sem hv. þm. Ögmundur Jónasson benti á að hann vildi spyrja ráðherrann sérstaklega að. Í því felst lýðræði að menn skiptist á skoðunum og spyrji og svari. Þess vegna endurtek ég þá ósk að ráðherrann (Forseti hringir.) verði hér.