145. löggjafarþing — 18. fundur,  8. okt. 2015.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

13. mál
[12:49]
Horfa

Flm. (Vilhjálmur Árnason) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég tek undir þetta. Eins og ég sagði áðan tókum við mið af því hvernig umgjörðin er í öðrum löndum og þar er sú leið farin að takmarka opnunartímann og hafa ýmist opið til átta eða tíu á kvöldin. Hins vegar er ég eins og hv. þm. Helgi Hrafn Gunnarsson hlynntur auknu lýðræði og mun treysta sveitarfélögunum til að taka þessa ákvörðun. Þetta er atriði sem ég er fullkomlega tilbúinn til að taka til umræðu, en ég ákvað samt að hafa það svona í frumvarpinu þar sem hv. Alþingi virðist vera svo kaþólskt í mörgu að ekki var þorandi að ganga of langt í sumum málum.