145. löggjafarþing — 18. fundur,  8. okt. 2015.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

13. mál
[12:56]
Horfa

Flm. (Vilhjálmur Árnason) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Enn þakka ég hv. þingmanni fyrir að koma með rökin. Það stendur enn þá í 7 lítrum tíu árum seinna þrátt fyrir að vínveitingahúsunum og útsölustöðunum hafi fjölgað þannig að aukið aðgengi á þessum tíu árum hefur ekki breytt þessari 7 lítra tölu. Ég tek bara undir það.

„Undir kostnaðarverði“ er lykillinn í þessu. Það er bannað að selja áfengi undir kostnaðarverði, þar af leiðandi verður að skila áfengisgjöldum, sköttum og öðru tilheyrandi til ríkisins. Til þess er þessi grein þannig að ekki sé hægt að gefa áfengi með öðru. (ÞorS: Útsöluverðið …) Ef útsöluverðið er frjálst og álagningin verður lægri en 18% og það verður til þess að neysla eykst á áfengi hefur ríkisvaldið það tæki að hækka áfengisgjöldin um þennan mismun ef það telur þess þörf. (Gripið fram í.)