145. löggjafarþing — 18. fundur,  8. okt. 2015.

ósk um viðveru heilbrigðisráðherra.

[13:36]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Frú forseti. Getur verið að hæstv. heilbrigðisráðherra sé ekki í salnum þegar við erum að ræða þetta mikilvæga mál? Ég óska eftir því eins og aðrir að hann verði kallaður til. Það væri auðvitað ekkert sjálfsagt að hæstv. heilbrigðisráðherra væri hér þegar verið væri að ræða þingmannamál ef þetta væri ekki einmitt þingmannamálið sem hæstv. fjármála- og efnahagsráðherra nefndi þegar verið var að ræða stefnuræðu hæstv. forsætisráðherra og annar þingmaður Sjálfstæðisflokksins einnig. Verið er að ræða frumvarp sem stjórnarþingmönnum, a.m.k. mjög mörgum, finnst afar mikilvægt. Leiða má líkur að því að það verði barið í gegn og þess vegna þurfum við að hafa hæstv. heilbrigðisráðherra í salnum, til að fara yfir afleiðingar þess ef þetta frumvarp verður að lögum.