145. löggjafarþing — 18. fundur,  8. okt. 2015.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

13. mál
[14:08]
Horfa

Flm. (Vilhjálmur Árnason) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þá ætla ég að spyrja hv. þingmann aftur um framboðið. Mun hann vegna þeirra gífurlegu áhyggna sem hann hefur af lýðheilsu landsmanna leggja til að ÁTVR dragi nú þegar úr hillumetrum af áfengi og fækki útsölustöðum sínum á höfuðborgarsvæðinu þar sem salan er langmest, framboðið mest og opið lengst? Ég veit líka af áhyggjum þingmannsins af ofneyslu sykurs, vill hann færa sykursölu í ríkisverslanir eða skylda matvöruverslanir til að fækka hillumetrunum af sykri? Mun hann jafnvel leggja til að útgáfa vínveitingaleyfa verði takmörkuð hér eftir? Þar er mesta aðgengisaukningin að áfengi samhliða því að drykkja meðal unglinga dregst saman.