145. löggjafarþing — 18. fundur,  8. okt. 2015.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

13. mál
[14:33]
Horfa

Frosti Sigurjónsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Eitt sem vakti athygli mína þegar frumvarpið kom fyrst fram voru ummæli og áhyggjur þeirra sem flytja inn áfengi víða að úr heiminum, frá hinum ólíklegustu löndum, smákaupmenn sem eru í því að afla áhugaverðra víntegunda. Síðan voru það áhyggjur smærri bjórframleiðenda sem hafa sprottið upp hérna. Nýsköpun í því hefur gengið vel á Íslandi, það hefur orðið til iðnaður á landsbyggðinni við að gerja mjöð. Þetta eru ákaflega áhugaverðar bjórtegundir í bestu gæðum með íslensku vatni og ég er mjög hrifinn af þessari vöru. Ríkiseinokunarverslunin hefur sýnt þeim sanngirni vegna þess að hún verður að beita þessu fákeppnisvaldi samkvæmt ákveðnum reglum og með ákveðinni mildi, en þeir stórkaupmenn sem hér eru hafa áhyggjur af því að þeir fái miklu harðari viðskiptakjör og margir þeirra eru (Forseti hringir.) hræddir um að þetta muni leggjast af ef þessi breyting verður.