145. löggjafarþing — 18. fundur,  8. okt. 2015.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

13. mál
[14:43]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir þetta svar. Ég heyrði það að hann lagði mikla áherslu á lýðheilsu í ræðu sinni enda er hann á því máli. Það harmónerar mjög vel við það sem ég hef sjálfur verið að velta fyrir mér. Mig langaði til þess að draga eitt í viðbót inn í þann enda sem er skoðun Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Til hennar hefur verið vitnað hér ögn af frummælanda t.d. og það kemur fyrir í skýrslu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar sem ég hef gluggað í að hún mælir með því bókstaflega að aðrar Evrópuþjóðir taki upp sölufyrirkomulag það sem tíðkast hér og í Svíþjóð, Noregi, Finnlandi. Mig langar til þess að spyrja hv. þingmann hvort hann sé á því að þetta sé rétt (Forseti hringir.) skoðun hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni.