145. löggjafarþing — 18. fundur,  8. okt. 2015.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

13. mál
[15:00]
Horfa

Flm. (Vilhjálmur Árnason) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Brynhildi Pétursdóttur fyrir málefnalega og góða ræðu. Hún kom með mörg góð rök eins og að við værum oft hrædd við að prufa. Það er einmitt það sem frumvarpið byggir á, það er ekki verið að fórna neinu, það er endurskoðun eftir ár og ÁTVR má reka verslanir sínar.

Mig langar að spyrja aðeins varðandi þjónustuna sem fyrrverandi liðsmaður neytendageirans. Hefur þjónustan nokkuð versnað eftir að hún hefur verið færð frá ríkinu, svona alla jafna? Hvað finnst henni um þjónustu við þau sveitarfélög og byggðakjarna sem hafa ekki vínverslun í boði ríkisins eins og aðrir kjarnar? Það eru 74 sveitarfélög á landinu en ekki nema 49 áfengisverslanir, þar af eru 12 á höfuðborgarsvæðinu. Hvar er jafnréttið (Forseti hringir.) og þjónustustigið í því efni við neytendur?