145. löggjafarþing — 18. fundur,  8. okt. 2015.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

13. mál
[15:37]
Horfa

Elsa Lára Arnardóttir (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Við erum sammála um það ég og hv. þm. Steinunn Þóra Árnadóttir að þarna séu margar góðar upplýsingar og við eigum svo margar góðar upplýsingar úr mörgum erlendum rannsóknum sem við eigum að geta nýtt okkur. Við erum sammála um það og líka að því er virðist hv. þingmaður sem er framsögumaður málsins. Við gerum okkur grein fyrir því að áfengi er engin venjuleg neysluvara en kannski hafa orðið mistök á milli greinargerðarinnar og framsöguræðunnar eða eitthvað orðið til þess að misræmi er þar á milli því að áfengi er engin venjuleg neysluvara. Þess vegna er nauðsynlegra að hafa hana í sérverslunum með takmörkuðu aðgengi.