145. löggjafarþing — 18. fundur,  8. okt. 2015.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

13. mál
[16:38]
Horfa

Heiða Kristín Helgadóttir (Bf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Jú, þú skildir mig rétt, ég er fylgjandi því og af þeirri ástæðu að mér finnst að ríkið og ríkisvaldið eigi ekki að selja borgurum sínum þessa vöru. Mér finnst það ekki rétt, mér finnst það skjóta skökku við og ef ríkisvaldið ætlaði að gera það finnst mér að það ætti að taka inn til sín fleiri fíkniefni sem ríkið gæti þá pakkað og selt á einhvers konar verði.