145. löggjafarþing — 18. fundur,  8. okt. 2015.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

13. mál
[16:44]
Horfa

Heiða Kristín Helgadóttir (Bf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég hugsa að bæði sú áhersla sem er sett á auknar forvarnir í frumvarpinu og líka þetta samtal heilt yfir, eins og þú nefnir að hafa rætt við fólk í kringum þig — ég hef rætt við fólk í kringum mig. Mér finnst áhugi á þessu máli. Ég mundi fagna því mjög ef Alþingi gæti leyst úr þessu stóra máli þannig að vel væri og að í kjölfarið ætti sér stað góð umræða um áfengi og áfengisneyslu heilt yfir.

En ef við lítum yfir þetta samfélagslega mál sem við höfum einhvern veginn tekið ákvörðun um að sé í lagi vantar hvað mest upp á meðferðarúrræði fyrir konur, eins og ég nefndi, og fjölbreyttari meðferðarúrræði. Ég hef þá trú og þær rannsóknir og þær breytingar sem ég hef fylgst með í þessari umræðu allri — það eru að opnast (Forseti hringir.) fleiri leiðir til að takast á við afleiðingar ofneyslu eða misnotkunar áfengis.