145. löggjafarþing — 18. fundur,  8. okt. 2015.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

13. mál
[16:47]
Horfa

Heiða Kristín Helgadóttir (Bf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka þingmanninum spurninguna. Ég get alveg skilið áhyggjurnar og kannski að einhverju leyti að það gæti litið út sem það væru mótsagnir í því sem ég er að segja, en það sem ég meina er að mér finnst rót vandans liggja í því að það er ekki talað um áfengi eins og áfengi er. Mér finnst oft rætt um það eins og það sé afmarkaður hópur sem eigi í vandræðum með áfengi. Það geta allir misst tök á áfengisneyslu sinni, þar spila mjög inn í félagslegar aðstæður og umhverfi viðkomandi. Það er mín trú.

Ég er ekki svo viss um að þessi 40 aukalítrar, eða hvað sem þingmaðurinn nefndi, muni endilega skella á okkur með þessum hætti. Ég hugsa að með því að opna þetta upp eins og lagt er til komum við þessu líka af herðum ríkisins sem mér finnst ákveðin skilaboð (Forseti hringir.) út í samfélagið og snúast um ábyrgð. Ég vil ekki taka ábyrgð á því að við séum að selja áfengi.