145. löggjafarþing — 18. fundur,  8. okt. 2015.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

13. mál
[16:48]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég er ekki sammála því að við tölum um áfengi eins og það sé eitthvað annað en það er. Ég er heldur ekki sammála um að við vitum ekki hverjir verða fyrir barðinu á því. Ég skil hv. þingmann þannig að við séum eingöngu núna að tala um áfengissýki eða alkóhólisma eða eitthvað slíkt, en það er bara toppurinn á ísjakanum. Meiri áfengisneyslu, t.d. 4 lítrum af hreinum vínanda á mann á ári, fylgja ótal nýgengi krabbameina, hjartasjúkdómar og lifrarskemmdir. Það er kannski það stóra. Þegar þingmaðurinn segir að við eigum ekki að taka ábyrgð á þessu með því að selja þetta spyr ég: Ætla kaupmenn að taka ábyrgð á því að selja þetta? Hvernig ætla þeir að gera það? Er þá ekki betra að það séu nokkrar hömlur á þessari sölu en að hleypa því þangað?