145. löggjafarþing — 18. fundur,  8. okt. 2015.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

13. mál
[17:18]
Horfa

Sigríður Á. Andersen (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Mér fannst hv. þingmaður ekki svara spurningu minni varðandi aðgengið. Fyrir liggur að það eru hátt í 50 áfengisverslanir úti um allt land. Þeim hefur farið fjölgandi undanfarin ár og aðgengið að áfengi hefur verið aukið markvisst m.a. með lengdum afgreiðslutíma og fjölgun verslana sem hafa margar hverjar jafnvel verið staðsettar í barnafataverslunum á landsbyggðinni. Ég vil spyrja hv. þingmann að því hvort hann telji ekki miklu frekar þörf á því að takmarka aðgengið og af hverju hann hafi þá ekki barist gegn lengingu afgreiðslutíma og fjölgun verslana. Kannski hefur hann gert það.

Ég vil að lokum nefna að það er nýtt fyrir mér ef eitt form af verslunarrekstri umfram annað getur komið í veg fyrir sjúkdóma. Það þykja mér fréttir. Það er nokkuð sem hægt væri að nota (Forseti hringir.) á öðrum vettvangi.