145. löggjafarþing — 18. fundur,  8. okt. 2015.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

13. mál
[17:19]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir þennan netta útúrsnúning. Ég get ekki skilið að komið hafi fram í mínu máli að það dragi úr sjúkdómum að ein verslunartegund selji áfengi (Gripið fram í.) frekar en önnur af því að … (Gripið fram í.) Ja, það hefur verið sýnt fram á það í mörgum skýrslum sem hér liggja fyrir að fjölgun hillumetra og fjölgun opnunarklukkutíma eykur sölu verulega.

En af því að hv. þingmaður spurði um fjölgun verslana ÁTVR, sem eru 39 í dag ef ég kann að telja rétt, kemur fram í skjali frá landlækni að aukningin í áfengislítrum á mann á ári er ekki vegna sölu áfengis úr ÁTVR, hún fer fram annars staðar. Salan hefur aukist þar sem aðgengið hefur orðið meira og meira og sýnileikinn meiri, t.d. eins og á veitingastöðum. Það hefur ekkert með stefnu ríkisins í áfengismálum að gera hversu margir veitingastaðir eru settir upp á landinu á hverjum tíma. En þetta skjal er ég fús til að sýna hv. þingmanni því að það kemur mjög skýrt og ljóst fram þar.