145. löggjafarþing — 18. fundur,  8. okt. 2015.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

13. mál
[17:22]
Horfa

Flm. (Vilhjálmur Árnason) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Við erum þá ekki sammála um að kaupmaðurinn á horninu gæti nýtt núverandi verslunarhúsnæði betur með því að fjölga vörutegundunum og auka veltuna við núverandi fjárfestingu. Er það rétt skilið hjá mér? Og hvað finnst hv. þingmanni um þá mismunun sem ríkið er að bjóða? Ríkið er að bjóða löglegt eitur, við skulum orða það þannig, en það býður aðeins sumum bæjarfélögum upp á það en ekki öðrum. Mig langar einnig til að spyrja hann að því hvort hann sé eitthvað á móti þeim skilyrðum sem versluninni eru sett í frumvarpinu. Ef verslunin fengi frelsi til að selja þessa vöru þá eru sett viss skilyrði, hefur hv. þingmaður eitthvað á móti þeim skilyrðum?