145. löggjafarþing — 18. fundur,  8. okt. 2015.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

13. mál
[18:18]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir spurninguna. Jú, ég hefði nú talið að betra væri að klára að vinna og samþykkja stefnu frekar en að skipta algjörlega um kúrs allt í einu, að skipta um hest í miðri á, ef svo má segja. Mér finnst það rosalega sérkennileg nálgun á málið að í stað þess að byggja á þeirri stefnu sem mótuð hefur verið í einhverjum bútum, má segja, frá 2005 og svo reyndar líka í ríkisstjórnarsáttmála og ýmsu sem gert hefur verið á síðustu árum, að ákveða svo að gera bara eitthvað allt annað núna, eins og sú umræða og það sem þarna hefur verið unnið skipti ekki neinu máli. Það á meira að segja að fara út í aðgerðir sem öll rök, allar rannsóknir og allt sem við höfum í höndunum bendir til að færi okkur fjær þeim markmiðum sem við höfum verið að setja okkur, en ekki nær þeim.