145. löggjafarþing — 18. fundur,  8. okt. 2015.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

13. mál
[18:56]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Mér finnst mjög gott að hér komi fram hver stefna Pírata er í þessum málum ef hv. þingmaður er að tala fyrir þeirra stefnu. Ég kalla kannski eftir því að Píratar sem stjórnmálaflokkur geri grein fyrir stefnu sinni í lýðheilsumálum, áfengismálum og að það sé stefna þeirra að brennivín flæði í allar búðir fyrir neytendur svo það geti aukið á leti þeirra að geta ekki aflað sér áfengis á réttum tíma dags.

En hv. þingmaður talaði um að hann væri alveg fylgjandi því að söluaðilar bæru ábyrgð og þá trúi ég að hann sé að tala um þá ábyrgð að standa undir þeim mikla kostnaði sem fylgir áfengisneyslu og neyslu vímuefna í heilbrigðiskerfinu. Hvernig ætlar hann að tryggja það að þeir aðilar geri það? Með hvaða hætti ætlar hann að ná þessum gífurlegu fjármunum út úr versluninni (Forseti hringir.) til að standa undir þeim (Forseti hringir.) mikla kostnaði sem ríkið (Forseti hringir.) hefur þurft að gera hingað til?