145. löggjafarþing — 19. fundur,  13. okt. 2015.

beiðni um sérstaka umræðu.

[13:35]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Ég vil taka undir með þeim þingmönnum sem hafa tjáð sig hér um þetta mál. Mér finnst mjög sorglegt — mjög sorglegt — að hæstv. forsætisráðherra hlaupi úr þingsalnum þegar verið er að fjalla um mál sem snýr að því að hæstv. forsætisráðherra neitar að koma í þingið til að fjalla um stóra kosningaloforðið, afnám verðtryggingar. Það gengur ekki að framkvæmdarvaldið komist upp með að hundsa þingið og sýna því slíka lítilsvirðingu. Ég skora á forseta að láta hæstv. forsætisráðherra heyra það.