145. löggjafarþing — 19. fundur,  13. okt. 2015.

afsláttur erlendra kröfuhafa slitabúa bankanna.

[13:48]
Horfa

forsætisráðherra (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (F):

Virðulegur forseti. Hv. þingmaður virðist vera algjörlega á byrjunarreit í þessu máli. Hann hefur ekki einu sinni tekið eftir þeirri kynningu sem fram fór í Hörpu þegar upphaflega var sagt frá því með hvaða hætti yrði ráðist í það að aflétta höftum, losa höft. (Gripið fram í.) Þá þegar kom fram að það væru …(Gripið fram í.)

Virðulegur forseti. Er hægt að hafa hemil á hv. þm. Katrínu Júlíusdóttur sem kallar hér fram í í hvert einasta skipti sem ég reyni að svara formanni hennar ágæta flokks?

Þar kom fram þá þegar að til stæði að hafa þessar tvær leiðir mögulegar þannig að það að tala um einhvern afslátt er algjörlega út í hött, virðulegur forseti, og hreinlega rangfærslur. Það hvaða skilyrði þarf að uppfylla liggur jafnframt fyrir. Stöðugleikaskilyrðin liggja fyrir og þau felast ekki bara í greiðslu peninga eins og kom fram í einhverjum fréttum í síðustu viku þar sem menn höfðu gleymt öllum hinum liðunum, þau felast í mjög mörgum atriðum, m.a. afhendingu ýmiss konar eigna sem í öllum tilvikum (Forseti hringir.) eiga að gera sama gagn, ná sama markmiði, takast á við sömu upphæð og ef skattaleiðin er farin.