145. löggjafarþing — 20. fundur,  14. okt. 2015.

þjóðfáni Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið.

156. mál
[15:50]
Horfa

forsætisráðherra (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég tel að það muni skapa aukinn hvata fyrir veitingastaði að merkja uppruna þeirra matvæla sem þar eru seld. En reyndar hefur þróunin verið mjög í þá átt að þeir sem selja íslenska matvöru eru farnir að draga það fram í matseðlum og með öðrum hætti að varan sé íslensk, því að bæði innlendir viðskiptavinir og ekki síst þeir erlendu sækjast eftir því að kaupa vöru sem er framleidd á Íslandi. Vonandi mun þetta hvetja menn til þess að gera enn meira af því að merkja vörurnar á þann hátt og að sjálfsögðu að selja enn meira af íslenskum vörum á veitingahúsum.