145. löggjafarþing — 21. fundur,  15. okt. 2015.

um fundarstjórn.

[12:29]
Horfa

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Vg):

Herra forseti. Enn einn dagurinn sem við ætlum að ræða forgangsmál sjálfstæðismanna. Gott og vel, það er í sjálfu sér allt í lagi þannig að þá hlýtur líka að teljast í lagi að sá sem fer fyrir málaflokki sem þarf að taka við afleiðingum þess sem þetta getur haft og lýst er ágætlega í frumvarpinu sé viðstaddur þessa umræðu, a.m.k. að einhverju leyti. Það var kallað eftir honum síðast þegar þetta mál var rætt. Hann varð ekki við því þá. Mér finnst eðlilegt að hann geri það að einhverju leyti þótt hann þurfi ekki endilega að vera viðstaddur alla umræðuna, en hér hafa verið færð fram rök fyrir því hvers vegna hans er óskað. Það á að beina til hans spurningum sem skiptir máli fyrir mann í hans stöðu sem heilbrigðisráðherra þessa lands.

Ég tek undir það að sjálfsögðu að við frestum fundi og tökum vonandi hádegishléið í að sjá til þess (Forseti hringir.) að ráðherra komi hér í hús.