145. löggjafarþing — 21. fundur,  15. okt. 2015.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

13. mál
[12:53]
Horfa

Ásta Guðrún Helgadóttir (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka ræðu hv. þingmanns sem mér fannst mjög áhugaverð, sérstaklega punkturinn um að við ættum kannski bara að hætta að ræða þetta. Ég tel það nú ekki vera tímabært. Það er mjög mikilvægt að ræða eðli og tilgang ríkisins. Nú er ekki langt síðan ég var 16 ára og 18 ára og þá var aldrei neitt vandamál að fá sér í glas, (Gripið fram í: Hvernig gerðuð þið það?) hvorki á skemmtistöðum né að biðja einhvern um að fara í ríkið eða fara bara sjálf, hringja í bjórsala eða brugga sjálf.

Er það álit hv. þingmanns að aðgengi muni eitthvað breytast, þá sérstaklega með tilliti til unglingadrykkju? Það er prýðilegt aðgengi nú þegar, það eru kannski nokkrir milliliðir. Unglingar sem vilja drekka drekka einfaldlega og núverandi fyrirkomulag hindrar þá ekki neitt.