145. löggjafarþing — 21. fundur,  15. okt. 2015.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

13. mál
[12:54]
Horfa

Ingibjörg Þórðardóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Takk fyrir þetta. Ég held að þarna hafi hv. þingmaður í rauninni hunsað algjörlega þær rannsóknir og það sem við vitum. Aukið aðgengi eykur neyslu. Ég get ekkert svarað þessu með öðrum hætti en þeim að ég stend bara fast á þeirri meiningu minni að aukið aðgengi hafi beina tengingu við aukna neyslu.

Varðandi unglingadrykkju: Unglingar með einbeittan brotavilja til að drekka gera það. Við getum borið okkur saman við Danmörku og séð stemninguna þar þegar hægt er að kippa bjórnum með kjötinu og svona. Ég held að það hafi bein áhrif á unglingamenninguna. Ég er algjörlega ósammála því að aukið aðgengi (Forseti hringir.) hafi ekki áhrif á neyslu.