145. löggjafarþing — 21. fundur,  15. okt. 2015.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

13. mál
[13:06]
Horfa

Ingibjörg Þórðardóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég get því miður get ekki svarað spurningu hv. þm. Brynjars Níelssonar um það hvort menning sé betri í einu landi eða öðru. Það þarf að leggjast í svolitla rannsóknarvinnu til að gera það, (Gripið fram í.) hvað er góð menning og hvað er vond menning og allt þetta. En við getum alla vega verið viss um það og ég held að langflestir séu sammála um að menningin á þessu sviði, vínmenningin á Íslandi hefur klárlega breyst og hún hefur breyst til hins betra. (Forseti hringir.) Og svo ég endurtaki mig: Það er að þakka ríkinu, það er að þakka forvörnum og svo framvegis.