145. löggjafarþing — 21. fundur,  15. okt. 2015.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

13. mál
[14:31]
Horfa

Katrín Jakobsdóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Í fyrsta lagi hefur hv. þingmaður auðvitað fullt frelsi til að neyta áfengis eins og staða mála er í dag (Gripið fram í: Blessunarlega.) þannig að þetta frumvarp breytir ekki öllu um frelsi hv. þingmanns til að neyta áfengis eða mitt frelsi ef út í það er farið.

Hvað varðar hins vegar skaðann þá sköðum við ekki eingöngu okkur sjálf heldur snýst hann líka um félagslega skaðsemi áfengis sem er meðal annars bent á í umsögnum frá Barnaverndarstofu, umboðsmanni barna, Félagi áfengis- og vímuefnaráðgjafa. Skaðann þekkjum við vel í okkar litla samfélagi. Hvað varðar vald til að skaða sjálfan sig og hvaða merkingu það hefur gagnvart skaðsemi og öðrum þá held ég að það liggi alveg fyrir að neysla áfengis getur valdið miklum félagslegum skaða, að sjálfsögðu ekki alltaf en með ofneyslu.