145. löggjafarþing — 21. fundur,  15. okt. 2015.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

13. mál
[15:30]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (ber af sér sakir):

Virðulegi forseti. Það getur vel verið að við séum ósammála í þessu máli, ég og hv. þingmaður, en það er fullkomin málefnafátækt að halda því fram, þegar viðkomandi hv. þingmaður getur ekki fært rök fyrir máli sínu, að einhver sé að beygja sig undir valdið þegar við erum að færa rök fyrir því máli sem við teljum að sé til bóta. Ég vona að hv. þingmaður taki umræðuna með öðrum hætti í nánustu framtíð. (PVB: Sömuleiðis.)