145. löggjafarþing — 21. fundur,  15. okt. 2015.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

13. mál
[15:32]
Horfa

Páll Valur Björnsson (Bf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka fyrir þetta andsvar. Ég held að mjög mikilvægt sé að halda börnum frá áfengi eins lengi og mögulegt er. Það er forvörn í því. Það er eitt gott við þetta frumvarp og það er að auka á áfengisgjald úr 1% í 5% Það er mjög jákvætt þótt ég hefði viljað sjá það miklu hærra. Ég hefði viljað sjá 50% fara í forvarnir og lýðheilsumál á Íslandi og sérstaklega hvað varðar börn og umgjörðina utan um þau, börn og forvarnir. Ég hlustaði líka aðeins á Kára í morgun og ég er alveg sammála honum í því að þetta er ekki síst í ljósi allra þeirra rannsókna sem hefur verið bent á hérna. Það er háalvarlegt mál að ætla að auka aðgengi að áfengi.

Ég er orðlaus yfir því að þetta mál skuli vera lagt fram í ljósi þess að það fékk ekki brautargengi, það hefur aldrei fengið brautargengi í þinginu og fékk ekki brautargengi í vor. Þeir hefðu getað kannski — þó ekki væri nema til að leggja fram einhverjar (Forseti hringir.) upplýsingar um hvað þetta kostar samfélagið og ekki síst börn.