145. löggjafarþing — 21. fundur,  15. okt. 2015.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

13. mál
[15:37]
Horfa

Páll Valur Björnsson (Bf) (andsvar):

Forseti. Ég þakka þingmanninum andsvarið. Ég sit ekki í allsherjar- og menntamálanefnd lengur, ég er í velferðarnefnd og hef fylgst með þessu máli lengi. Ég hef reyndar ekki lesið frumvarpið á haustmánuðum, en gerði það síðasta vetur. Eins og kom fram í nefndarálitinu þá er ég ekkert á móti því endilega að þetta sé í sérverslunum. Ég vil að þetta verði í sérverslunum en ég vil bara að þetta sé hjá áfengiskaupmanni sem er bara með þessa einu vöru, að hann geti boðið upp á áfengi, en það fari ekki inn í matvöruverslanir.

Nú verð ég bara að viðurkenna að ég átta mig ekki alveg á spurningunni, ef hún mundi segja hana aftur og skýra hana út því að ég náði ekki alveg hvað hún var að meina. Það kemur alveg fram hjá mér í nefndaráliti mínu, sem ég ætlaði að tala um í vor, að ég er ekkert endilega á því að ríkið eigi að selja áfengi.