145. löggjafarþing — 21. fundur,  15. okt. 2015.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

13. mál
[18:10]
Horfa

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Það er nefnilega það, kannski þarf þetta að gerast fyrir jólin eins og hv. þingmaður sagði. Kannski eru það rökin fyrir því hvers vegna liggur svona á þessu. En ég spyr: Hvar eru þau sem brenna svo fyrir þessu máli, hv. þingmenn Unnur Brá Konráðsdóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Sigríður Á. Andersen, Guðlaugur Þór Þórðarson, Brynjar Níelsson, Birgir Ármannsson, Jón Gunnarsson, Haraldur Benediktsson, Karl Garðarsson, Haraldur Einarsson og Guðmundur Steingrímsson? Það eru fleiri sem eru í sal en aðrir eru ekki á þingi akkúrat í augnablikinu eins og Björt Ólafsdóttir. Hér situr hins vegar Ásta Guðrún Helgadóttir sem er einn af flutningsmönnum, þau eru hér sem sagt tvö sem fylgja þessu úr hlaði.

Ég spyr: Ef fólk brennur svona fyrir þessu, af hverju tekur það ekki rökræðu hér við þingmenn um málið og færir rök fyrir því hvers vegna þetta er svona mikilvægt? Hvers vegna á þetta mál af öllum málum að njóta forgangs þegar fólk stendur (Forseti hringir.) í kjarabaráttu hér fyrir utan sem á ekki fyrir kvöldmatnum?