145. löggjafarþing — 22. fundur,  19. okt. 2015.

nýir kjarasamningar og verðbólga.

[15:32]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Forseti. Ég skil það svo af orðum hæstv. fjármálaráðherra að það séu ekki há ef einhver þolmörk til gerðarsamninga við Starfsgreinasambandið og SFR. Nú er það náttúrlega svo að laun opinberra starfsmanna ráðast ekki beint af verðlagi, þ.e. það er engin vara sem er verið að selja sem er síðan notuð til þess að greiða starfsfólki laun, þannig að það þarf ekki að hækka vöru til þess að hækka laun starfsmanna, það kemur í rauninni bara niður á ríkissjóði í heild þar sem er ákveðin forgangsröðun í gangi. Það hefur kannski einhver áhrif líka. Ég veit ekki alveg hvernig launavísitalan tekur mið af því.

Af orðum hæstv. ráðherra get ég ekki greint að það séu há ef einhver þolmörk til hækkunar launa innan Starfsgreinasambandsins og SFR.