145. löggjafarþing — 22. fundur,  19. okt. 2015.

efnahagsleg áhrif af komu flóttamanna.

196. mál
[16:02]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Forseti. Ég hef búið erlendis og hef þurft að upplifa þá spurningu: Vil ég flytja aftur til Íslands? Það var ekki svo auðveld spurning að svara á þeim tíma, en Ísland togar til baka og það gerðist. Fólk úti um allan heim er bara eins og hver annar Íslendingur, þannig að ég sé engan mun á fólki sem er flóttafólk frá Sýrlandi eða Kanada eða Íslendingi sem vill koma til Íslands.

Það sem ég vil segja er að við viljum að heimurinn sé allur ánægjulegur fyrir búsetu manna. Ég mundi vilja að við byrjuðum einmitt á okkur og vera dæmið um góðar gjörðir fyrir það að fólk geti lifað ánægjulegu lífi saman sem nágrannar.