145. löggjafarþing — 24. fundur,  21. okt. 2015.

beiðni um umræðu um afnám verðtryggingar.

[16:02]
Horfa

Elsa Lára Arnardóttir (F):

Hæstv. forseti. Mig langar að koma því á framfæri hér um fundarstjórn forseta að ég er ávallt tilbúin að ræða verðtrygginguna við hvern sem er. En því miður hitti það svo á, af því að ég var gagnrýnd fyrir það af hv. þingmanni í sal að ég hefði ekki verið hér í salnum til að ræða eða hlusta á ræður um störf þingsins, að það var samráðsfundur uppi í velferðarráðuneyti um húsnæðismál og þar liggja margir þættir undir. Því miður hittir það stundum þannig á að fundir í ráðuneytunum eru á sama tíma og þingfundur og ég var stödd uppi í velferðarráðuneyti á fundi með hæstv. ráðherra auk nokkurra annarra aðila varðandi samráð um húsnæðismál. Ég vildi koma þessu á framfæri. Ekki var um kjarkleysi að ræða, heldur var ég eingöngu að reyna að sinna þeim störfum sem ég hef verið beðin um að sinna.