145. löggjafarþing — 24. fundur,  21. okt. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[19:14]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Forseti. Það er mjög greinargóð útskýring á vandamálinu hérna, þ.e. að verkefni samstarfsráðsins og þróunarsamvinnunefndar skarast og ekki hefur tekist að bæta úr því. Það er augljóst að frekar ætti að leggja niður og/eða sameina þá tvo þætti, ráðið og nefndina, en að taka stofnunina sem virðist ekki koma þessu neitt sérstaklega við.

Af öðru sem hv. þingmaður kom aðeins inn á og er dálítið áhugavert frá skrifstofu opinberra fjármála, með leyfi forseta:

„Ekki er reiknað með að sameiningin leiði til breytinga á fjölda starfsfólks og ekki er heldur reiknað með breytingum í húsnæðismálum, en þróunarsamvinnuskrifstofa ráðuneytisins og ÞSSÍ starfa nú þegar náið saman og hafa aðsetur í sama húsnæði. Ekki er því gert ráð fyrir því að lögfesting frumvarpsins muni hafa áhrif á rekstrarkostnað málaflokksins fyrst um sinn.“

Þetta er bara brandari.