145. löggjafarþing — 25. fundur,  22. okt. 2015.

dagskrá næsta fundar.

[10:46]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Mig langar að varpa þeirri spurningu til hæstv. forseta hvort ekki hafi verið fundað á mánudaginn í forsætisnefnd og með formönnum þingflokka. — Þögn er sama og samþykki þannig að sá fundur virðist hafa farið fram. Því er alveg með ólíkindum að hér skuli formenn þingflokka stjórnarandstöðunnar koma með dagskrárbreytingartillögu um dagskrá fundarins í dag vegna þess að á fundum þingflokka stjórnarflokkanna og í forsætisnefnd er dagskrá vikunnar skipulögð. Hvernig er hægt að eiga samstarf við svona fólk sem gengur sífellt á bak orða sinna? Dagskrá vikunnar lá fyrir með samþykki þessara aðila en auðvitað heldur þetta fólk ekki nokkurt einasta samkomulag. Þetta er lýsandi dæmi þess.