145. löggjafarþing — 25. fundur,  22. okt. 2015.

dagskrá næsta fundar.

[11:12]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Ég biðst velvirðingar ef hv. þm. Guðlaugur Þór misskildi mig, en ég átti að sjálfsögðu við um málið afnám verðtryggingar, það á uppruna sinn hjá hæstv. forsætisráðherra og flokki hans.

Það væri mjög upplýsandi fyrir þessa umræðu og atkvæðagreiðsluna ef hæstv. forsætisráðherra mundi einfaldlega biðja um orðið og útskýra fyrir þingheimi hvort þetta mál eigi heima hjá honum eða hæstv. fjármálaráðherra, þannig að ég get kannski hinkrað hér aðeins þangað til hann biður um orðið.

(GÞÞ: Það er ný tegund af málþófi að þegja í ræðustól.) Hann vill ekki einu sinni taka til máls. Það væri mjög upplýsandi fyrir þessa umræðu ef þessi skilaboð kæmu frá hæstv. forsætisráðherra, en hann vill greinilega ekki einu sinni taka til máls um atkvæðagreiðsluna.