145. löggjafarþing — 25. fundur,  22. okt. 2015.

dagskrá næsta fundar.

[11:18]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Það virðast ýmsir stjórnarþingmenn alveg hissa á því að við viljum ræða við hæstv. forsætisráðherra um stefnumál ríkisstjórnarinnar varðandi afnám verðtryggingarinnar. Við í minni hlutanum á Alþingi viljum ræða þetta stóra hagsmunamál fyrir fólk í landinu sem og stóra efnahagsmál sem er á stefnuskrá ríkisstjórnarinnar við hæstv. forsætisráðherra. Málið er þannig vaxið að það er fráleitt að hann hafi ekki samþykkt að koma hér í þessa umræðu eins og hv. þm. Helgi Hjörvar fór yfir í sínu máli, annars vegar varðandi skýrsluna um afnám verðtryggingar sem hann vildi ekki ræða í þinginu við okkur og nú sérstaka umræðu um stóra kosningaloforðið. Þetta er efnisleg umræða um stórt hagsmunamál og stórt efnahagsmál.