145. löggjafarþing — 25. fundur,  22. okt. 2015.

dagskrá næsta fundar.

[11:30]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Hæstv. forseti. Ég segi já enda er hér um stórt hagsmunamál fyrir almenning að ræða, áhugamál og kosningamál hæstv. forsætisráðherra og stefnumál ríkisstjórnar hans. Við í minni hlutanum sættum okkur ekki við að hæstv. forsætisráðherra hunsi eðlilega beiðni okkar um að ræða jafn stórt mál og verðtrygginguna í sérstakri umræðu. Við höfum þurft að sæta því að hann hunsi algjörlega vilja okkar mánuð eftir mánuð og nú ár eftir ár.

Herra forseti. Þetta er óþolandi og ég vara þá almennu þingmenn hér í þingsal sem neita þessari dagskrártillögu við því að þeir eru að taka þátt í því að veikja eftirlitshlutverk þingsins með framkvæmdarvaldinu.