145. löggjafarþing — 25. fundur,  22. okt. 2015.

dagskrá næsta fundar.

[11:42]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegur forseti. Ég segi já því að maður á að vera samkvæmur sjálfum sér og standa undir þeim kröfum sjálfur sem maður gerir til annarra. Hv. þm. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson krafði forsætisráðherra Jóhönnu Sigurðardóttur um að ræða í sérstakri umræðu skuldamál heimilanna. Auðvitað hefði þáverandi forsætisráðherra getað farið undan í flæmingi og sagt að málið væri á sviði annars ráðherra, hjá félagsmálaráðherra eða efnahagsráðherra, en auðvitað gerði Jóhanna Sigurðardóttir það ekki. Hún virti þingmanninn, mætti til þingsins, sýndi því virðingu og flúði ekki umræðuna af því að þannig eiga forsætisráðherrar að vera. Þannig vill þjóðin að forsætisráðherrar séu. Það má skilja það að forsætisráðherra vilji ekki ræða svikið loforð um afnám verðtryggingar en það er aldrei hægt að sætta sig við það. Ég segi þess vegna já.