145. löggjafarþing — 25. fundur,  22. okt. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[15:14]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Forseti. Það vakti athygli mína að hv. þingmaður kallaði eftir viðveru formanns utanríkismálanefndar. Við því hefur ekki verið orðið. Ég tek undir það með hv. þingmanni að það sé lágmark að formaður utanríkismálanefndar sitji hér, ekki síst í ljósi þess að svo virðist sem þessu máli hafi beinlínis verið þjösnað í gegnum nefndina. Formaður nefndarinnar sat ekki í henni síðasta vetur þannig að hún veit ekkert um málið.

Mig langar til að spyrja hv. þingmann í fyrsta lagi hverju hún telji það sæta að formaður nefndarinnar sýni þessu máli svo lítinn áhuga og í öðru lagi hvers vegna í ósköpunum þingmenn ríkisstjórnarflokkanna taki ekki þátt í þessari umræðu. (Forseti hringir.) Heldur hún að það hafi eitthvað að gera með það sem ég tel, að þeir telji þetta ómerkilegt mál?