145. löggjafarþing — 25. fundur,  22. okt. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[15:25]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Forseti. Ég er búinn að vera að rýna dálítið í þetta frumvarp og tel mig vera kominn niður á eitthvað sem maður gæti kannski púslað saman sem ástæðu fyrir því. Ég sé þá ástæðu að sett voru lög nr. 121/2008 og síðan hafa ýmsar breytingar verið og það kalli eftir þessu frumvarpi. Það er nefnt að með því að hverfa frá tvískiptingu verði meiri krafti náð í þetta. Hins vegar vinna ÞSSÍ og ráðuneytið nú þegar mjög náið saman samkvæmt greiningu opinberra fjármála hjá fjármála- og efnahagsráðuneyti þannig að það að setja þetta á eina hönd eru mjög tæp rök, sérstaklega þegar það virðist ekki einu sinni nást nein hagkvæmni nema að mjög takmörkuðu leyti eða „kannski“ eins og það er orðað.