145. löggjafarþing — 25. fundur,  22. okt. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[15:27]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Frú forseti. Mig langar að lesa aðeins áhugaverðar setningar upp úr frumvarpinu, með leyfi forseta:

„… mögulegur ávinningur af samlegð verkefna verði notaður til að auka starfsemina …“ — mögulegur.

„Gefa þyrfti fyrirkomulaginu tíma til að þróast, en vonir stæðu til að þetta tækist með ágætum.“

Þetta eru möguleikar og vonir.

Líka er sagt, með leyfi forseta:

„Mikilvægt hefur þótt að þverpólitísk sátt ríki um málaflokkinn …“ — Þetta frumvarp hljómar ekkert þannig.

Hérna kemur vandamálið, með leyfi forseta:

„Verkefni samstarfsráðsins og þróunarsamvinnunefndar skarast og verkaskipting milli þeirra er óljós …“

Það er ekkert um ÞSSÍ þarna þannig að það eru verkefni einhvers ráðs og nefndar sem skarast og þar af leiðandi á að leggja niður stofnun. Ég skil ekki.