145. löggjafarþing — 25. fundur,  22. okt. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[15:29]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég upplifði tvö jákvæð augnablik fyrir skömmu. Ég leit út um gluggann og sá þurra jörð í fyrsta sinn í langan tíma og síðan sá ég hv. þm. Karl Garðarsson mæta hingað í andsvar til að ræða málið efnislega, sem mér þótti mjög vænt um.

Ég tek eftir því að stundum þegar við ræðum mál sem þessi virðast þau skiptast milli stjórnar og stjórnarandstöðu, þótt eðli málsins gefi manni ekkert tilefni til að ætla að þessi ágreiningur sé byggður á málefnalegu ósætti, þ.e. ágreiningi um ágæti málsins. Mér finnst það skrýtið. Þetta gerist aftur og aftur. Af hverju skiptist þetta milli stjórnar og stjórnarandstöðu í þessu máli? Þetta er ekki mál sem varðar hægri eða vinstri. Þetta er ekki mál sem varðar eitthvert grundvallarmarkmið hjá flokkum eftir því sem maður fær best séð, fyrir utan auðvitað hvaða neikvæð áhrif þetta hefur á gegnsæi og svona.

En nú skortir mig tíma. Ég velti fyrir mér, hvernig stendur á þessu?