145. löggjafarþing — 25. fundur,  22. okt. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[16:46]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er hárrétt, ég held að búið væri að loka öllum stofnunum landsins ef þeim væri lokað út af orðalagi í einu bréfi eða einni skýrslu og skárra væri það nú ef fólk í samvinnu á milli stofnana og ráðuneytis skiptist ekki á skoðunum og væri alltaf sammála. Það er eðlilegt að ekki skrifi allir nákvæmlega eins. Hv. þingmaður hefur farið vel í gegnum þetta allt saman. Einhvers staðar segir að þetta eigi að verða til þess að stefna utanríkisráðuneytisins í þessum málum sé heildstæð. En er það ekki svo að þetta er eina dæmið um það að ráðuneytið og Þróunarsamvinnustofnun hafi ekki gengið algjörlega í takt? Er þetta ekki eina dæmið um það, orðalag um samkynhneigða (Forseti hringir.) í Úganda? Leggjum stofnunina niður, takk.